top of page
IMG_0648.JPG

SKÖPUN - VITUND - SAMVINNA

Við störfum eftir gildunum sköpun - vitund - samvinna og hugmyndafræði Creatrix beinist að því að hvetja fólk til að tileinka sér skapandi hugsun og jákvæð viðhorf í lífi og starfi.

Megináhersla Creatrix er að halda utan um þróunarverkefni og stefnumótun fyrir stofnanir og sveitarfélög ásamt því að bjóða upp á sérsniðna fræðslu til að efla nýskapandi hugsun innan vinnustaða og efla jákvæðan starfsanda.

Verkefnin sem við vinnum að stuðla með einum eða öðrum hætti að vitund og vellíðan, nýsköpun, sjálfbærni, menntun og menningarlífi. 

Við vinnum þvert á menningarheima og höfum kjark til þess að stíga út fyrir hið hefðbundna.​

Creatrix hefur leitt margskonar þróunarverkefni í samvinnu við stofnanir, sveitarfélög og fræðslumiðstöðvar.

Ef þú vilt vandaða og persónulega þjónustu þá ættir þú að heyra í okkur.​

Við sköpum eitthvað gott með þér og þínum.

Hafðu samband

signy@creatrix.is 

 

Persónuverndarstefna

Þetta er teymið

Signý_vef.jpg

Signý Óskarsdóttir

Framkvæmdastjóri

Signý er með MA gráðu í menningarstjórnun og hefur starfað sem stjórnandi á þremur skólastigum og hefur reynslu af opinberri stjórnsýslu. Hún hefur tekið að sér ýmis þróunarverkefni og leitt skapandi starf fyrir sveitarfélög og stofnanir.

Michelle%20Bird_edited.jpg

Michelle Bird

Skapandi vinnustofur

Michelle er starfandi listakona og hefur meðal annars unnið fyrir Google í Sviss. Hún hefur tekið þátt í mörgum sýningum og stjórnað listviðburðum, kvikmyndahátíðum og ritstýrt listrænni framsetningu á stafrænu formi.

Elín.jpg

Elín M. Kristinsdóttir

Velferðarkennari

Elín er með M. Ed gráðu í kennslufræði og skólastarfi með áherslu á jákvæða sálfræði. Hún starfar sem velferðarkennari í Grunnskólanum í Borgarnesi og hefur reynslu af stjórnunarstörfum innan og utan skólaumhverfisins, meðal annars sem formaður stjórnar Björgunarsveitarinnar Brákar. 

emma-bjorg.jpg

Emma Björg Eyjólfsdóttir

Verkefnastjórnun

Emma hefur lokið M.A gráðum í heimspeki og menningarfræði og leggur nú stund á doktorsnám í heimspeki. Hún hefur starfað í menntageiranum og í opinberri stjórnsýslu og leitt þróunarverkefni á sviði vinnumarkaðssamskipta.

Ívar.jpg

Ívar Örn Reynisson

Ýmis verkefni

Ívar er sagnfræðingur og með M.Ed. gráðu í kennslufræðum frá HÍ. Frá 2007-2017 starfaði hann við Menntaskóla Borgarfjarðar, m.a. við innleiðingu námskrár, kennslu og verkefnastjórn. Undanfarin misseri hefur hann starfað sjálfstætt við þýðingar og einnig kennt við Símenntunarmiðstöð Vesturlands.

maggi2.jpg

Magnús S. Snorrason

Verkefnastjórn

Magnús er alþjóðafræðingur og hefur lokið viðbótargráðu á meistarastigi í forystu og stjórnun. Hann hefur meðal annars starfað sem stjórnandi í verslunargeiranum, sem atvinnulífstengill hjá Virk og hefur sérþekkingu í fullorðinsfræðslu. Hann er vel að sér í málefnum sveitarstjórnastigsins.

Tjorvi-Oskarsson.jpg

Tjörvi Óskarsson

Ýmis verkefni 

Tjörvi hefur lokið masternámi í tæknibrellum fyrir kvikmyndir frá ESCAC á Spáni. Hann er einnig margmiðlunafræðingur og kenndi leikjahönnun, umbrot og eftirvinnslu kvikmynda um árabil hjá Tækniskólanum. Hann hefur góða reynslu í skipulagningu viðburða, s.s tónlista- og bæjarhátíða. 

Við erum stolt af samstarfinu

mulathing_logo_vertical_screen_color_positive-backgr.png
log.jpg
logo-blatt-langur-text-undir-midju-jafnadur.png
borgarbyggd_LOGO.png
Lógó bifr.png
MB logo.png
samkaup-logo.jpg
SimenntunarmidstodinNYTT.jpg
bottom of page