top of page

ÞETTA ERUM VIÐ

Mynd Signý MB.jpg

Signý Óskarsdóttir

Stofnandi og framkvæmdastjóri

Signý er með MA gráðu í menningarstjórnun og jógakennari. Hún hefur starfað sem stjórnandi og kennari á þremur skólastigum. 

Hún hefur m.a. reynslu og þekkingu á stefnumótun, gæðastarfi og mannauðsmálum. Signý hefur góða reynslu af erlendu samstarfi og vinnustaðaþjálfun.

+354-698-9772

Magnús S. Snorrason

Verkefnastjórnun - ERASMUS+

Magnús er alþjóðafræðingur og hefur lokið viðbótargráðu í forystu og stjórnun. Hann hefur m.a. starfað sem stjórnandi í verslunargeiranum og hefur sérþekkingu í fullorðinsfræðslu. Hann er vel að sér í málefnum sveitarstjórnarstigsins og hefur víðtæka reynslu af erlendu samstarfi. 

maggi2.jpg
emma-bjorg.jpg

Emma Björg Eyjólfsdóttir

Verkefnastjórnun - ERASMUS+

Emma hefur lokið MA gráðum í heimspeki og menningarfræði og leggur stund á doktorsnám í heimspeki. Hún hefur starfað í menntageiranum, í opinberri stjórnsýslu og leitt þróunarverkefni á sviði vinnumarkaðssamskipta.

Ester Alda H. Bragadóttir

ERASMUS+ verkefni

Ester er með MS gráðu í umhverfis og auðlindastjórnun og BS gráðu í sjálfbærri þróun. Hún hefur unnið ýmis verkefni í tengslum við sjálfbærni, umhverfisréttlæti og náttúruvernd, og er virkur þátttakandi í Ungum umhverfissinnum.

Ester_edited.jpg
GSCrea.jpg

Guðjón Svansson

Námskeið og sérsniðin verkefni

Guðjón er með M.A. gráðu í samskiptum milli ólíkra hópa í alþjóðaviðskiptum. Hann hefur undanfarið sérhæft sig í vinnustofum sem snúa að uppbyggingu öflugra liðsheilda og stjórnendaþjálfun. Hann er mikill áhugamaður um íþróttir og hefur notað aðferðafræði árangursríkra íþróttaliða í vinnu sinni með fyrirtækjum og stofnunum.

bottom of page