top of page
Farm2Fork transparent.png

Farm 2 Fork (F2F) project is based on teaching the younger generation about Ecological Footprint and Foodprint through videos and digital learning. The resources created during the F2F project will have elements that will reach out and connect with the younger generation from diverse cultural, social and economic backgrounds. 

EU flag-Erasmus+ .jpg_preview.jpeg
Sintra.JPG

SINTRA - Achieving Sustainability through INTRApreneurship was a 24-month Erasmus+ project (KA2: Strategic Partnerships for adult education) designed to provide integrated support tailored to the needs of organisations for the development of intrapreneurship-related skills, competencies and attitudes among both employees and employers for improving the organisations’ sustainability. Creatrix was a partner in the projects consortium. 

ELF.png

Farm 2 Fork (F2F) project is based on teaching the younger generation about Ecological Footprint and Foodprint through videos and digital learning. The resources created during the F2F project will have elements that will reach out and connect with the younger generation from diverse cultural, social and economic backgrounds.

EU flag-Erasmus+ .jpg_preview.jpeg
EU flag-Erasmus+ .jpg_preview.jpeg
FEENICS1.jpg

Furthering youth Empowerment through ENhancing Intrapreneurial Commitment and Skills was a two-year Erasmus+ KA2 Youth project, which aims at providing integrated support tailored to the needs and specificities of young people in the age group 20-29, who either already possessed working experience (currently employed or not), or had never been employed (job-seekers and discouraged individuals), through development and validation of innovative integrated training tools and material.

Það er mikilvægt að styðja við ungt fólk á leið inn á vinnumarkaðinn, sérstaklega einstaklinga sem ekki njóta sömu tækifæra og aðrir af ýmsum ástæðum. Verkefnið var sérsniðið að þörfum fólks á aldrinum 20—29 ára, með eða án starfsreynslu.

Creatrix tók að sér að leiða verkefnastjórn fyrir hönd Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi. 

EU flag-Erasmus+ .jpg_preview.jpeg
mulathing_logo_vertical_screen_color_positive-backgr.png
Heimsmarkmiða Bootcamp smiðjur 

Hugtakið BOOTCAMP (sem eru krefjandi æfingabúðir) er notað þegar hópur fólks kemur saman í stuttan tíma til að takast á við og leysa krefjandi verkefni. Í BOOTCAMP vinnu reynir á samvinnu, útsjónarsemi og úthald. 

Smiðjurnar kynna heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna fyrir ungu fólki og leiða þau í gegnum ferli skapandi hugsunar og lausnaleitar í hugmyndavinnu tengdri heimsmarkmiðunum. 

Markmið smiðjanna var að hvetja  nemendur til að hugleiða heimsmarkmiðin og þróa sínar eigin hugmyndir um hvernig alþjóðasamfélagið, þeirra eigið nærsamfélag og þau sjálf geti lagt sitt að mörkum til að heimsmarkmiðin verði að veruleika.

Creatrix leiddi verkefnið fyrir hönd Djúpavogsskóla. Allir grunnskólar í Múlaþingi tóku þátt í verkefninu og smiðjurnar voru þróaðar í samvinnu við þróunarhóp kennara. 

MB-profil-mynd-v07.jpg
Menntun fyrir störf framtíðar

Á vorönn 2021 tók Creatrix að sér verkefnastjórn í skólaþróunarverkefni Menntaskóla Borgarfjarðar. Hópur einstaklinga úr atvinnulífi og menntamálum sem fékk það verkefni að skoða hverskonar nám og kennsluaðferðir gætu undirbúið ungt fólk fyrir áskoranir dagsins í dag og til framtíðar. Stóru málin í heiminum eins og fjórða iðnbyltingin, umhverfismálin og sjálfbærnimarkmið sameinuðuþjóðanna ásamt lýðfræðilegum áskorunum kalla á aukna nýsköpun á öllum sviðum mannlífs og samfélags. Stefnur íslenskra stjórnvalda í menntamálum og nýsköpun til ársins 2030 endurspegla mikilvægi þess að ungt fólk búi yfir hæfni og eiginleikum til að geta tekið þátt í að móta nýjar lausnir í góðri samvinnu við aðra og þvert á greinar til þess að mæta áskorunum dagsins í dag og framtíðar. Hópurinn skilaði af sér tillögum til stjórnar skólans í apríl 2022.

Women power.jpg
Nýsköpunar- og frumkvöðlanámskeið fyrir konur í Basay í Tansaníu 

Creatrix tók þátt í verkefni með samtökunum Women Power sem fékk styrk frá Utanríkisráðuneytinu og fleiri aðilum. Hlutverk okkar var að skipuleggja og framkvæma námskeið fyrir konur Basay þorpi. Unnið var með sjálfseflingu, tengingu við samfélag og samvinnu ásamt því að þróa viðskiptahugmynd.

SUFA.jpg
SUFA - Stand up for ART 

Verkefnið var unnið í samvinnu við Menntaskóla Borgarfjarðar. Nemendur fengu tækifæri til þess að vinna að eigin listsköpun undir handleiðslu Michelle Bird listakonu. Í lok annar héldu nemendur sýningu á verkum sínum. Verkefnið var einnig styrkt af Uppbyggingarsjóði Vesturlands. 

20161119_124951.jpg
Art and Craft in the Brewery 

Þetta verkefni var samvinnuverkefni lista- og handverksfólks á Vesturlandi og víðar. Steðji brugghús lánaði gestastofuna fyrir sýninguna. Boðið var upp á súpu og brauð fyrir gesti og gangnandi í bæði skiptin. 

13937976_318829098463745_3693682489671693465_o.jpg
Sumarlist - Summer Arts 

Hugmyndin að baki verkefninu byggir á einkunnarorðum Creatrix og þeirri hugmynd Fluxus Design Tribe

að sá sem ferðast getur haft áhrif á umhverfi sitt og það samfélag sem hann er innan hverju sinni.

Verkefnið var hugsað sem samfélagsverkefni, með það að markmiði að efla skapandi samstarf og vitund um mikilvægi sköpunar og frumkvæðis í daglegu lífi. Einnig er verkefninu ætlað að vekja vitund um að samvinna eflir og getur ýtt undir nýsköpun og árangur á mörgum sviðum samfélagsins.

Sýningarnar voru hugsaðar sem sjálfssprotnar og höfðu þann blæ á sér. Þátttakendur völdu sjálfir verkin án skilyrða og settu þau upp með þeim hætti sem þeir sjálfir kusu í rýminu án þess að negla í veggi eða breyta lýsingu. Verkin á sýningunum voru fjölbreytt og  þátttakendur voru á öllum aldri. Fyrri sýningin var haldin í Hjálmakletti og sú síðari á Skemmuloftinu á Hvanneyri. 

IMG_0648.JPG
Samsýning í listahúsi Borgarness 2022

Ljósmyndasýning á verkum Signýjar Óskarsdóttur ásamt öðru listafólki. 

Hugheimar.png
Hugheimar nýsköpunar - og frumkvöðlasetur 2017 - 2019

Creatrix tók að sér verkefnastjórn fyrir Hugheima. Í því fólst að skipuleggja viðburði og námskeið í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Vekja athygli á skapandi starfi og taka þátt í stefnumótun Hugheima. 

log.jpg
Aukið samstarf safna á Vesturlandi 

Verkefnið fólst í því að taka viðtöl við safnafólk á Vesturlandi, skipuleggja vinnufundi og stefnumótun fyrir Safnaklasa Vesturlands. Klasi safna sýninga og setra á Vesturlandi var stofnaður 6. júní 2023.

log.jpg
Matarlandið Vesturland 

Eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Vesturlands 2015-2019 var „Matarlandið Vesturland."Markmið verkefnisins var að efla matvælaframleiðslu, fullvinnslu hráefnis í héraði, sölu beint frá býli, hráefnisnotkun úr heimahéraði á veitingastöðum og matartengda upplifun á Vesturlandi. Fljótlega fékk verkefnið heitið Matarauður Vesturlands. Meðal aðgerða var að:

  • Stuðla að skráningu og virku tengslaneti minni aðila í matvælaframleiðslu og hvetja til samstarfs þeirra varðandi gæðamál, vöruþróun, kynningu, dreyfingu og sölu.

  • Bæta aðstöðu og umgjörð matvælaframleiðslu og styðja við stofnun og rekstur á matarsmiðju.

  • Styrkja ímynd og stuðla að aukinni matarupplifun og fjölbreyttara matvælaframboði úr hráefni og/eða með skýrskotun í matarmenningu á Vesturlandi.

  • Stuðla að tengslaneti og samstarfi matvælaframleiðenda og þjónustuaðila sem vilja bjóða matartengda upplifun og mat úr héraði á Vesturlandi.

  • Styðja við matarviðburði og efla markaðssetningu á matvælum, matarmörkuðum, matarmenningu og matarupplifun á Vesturlandi.

Creatrix tók að sér verkefnastjórn og utanuhald vinnu verkefnahópa innan verkefnisins. 

log.jpg
Nýsköpunar- og frumkvöðlamennt á Vesturlandi

Eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Vesturlands 2015-2019 var „Stuðningur við nýsköpun í atvinnulífi og frumkvöðla á Vesturlandi“. Einn liður í þessu verkefni var að örva nýsköpun og sköpunargáfu hjá ungu fólki strax á grunnskóla- og framhaldsskólaaldri. Þetta er talið afar mikilvægt því samkvæmt rannsóknum er um helmingur þeirra starfa sem unga fólkið mun starfa við í framtíðinni óþekkt í dag. Til að vinna að því markmiði að örva sköpunarhæfni ungs fólks í grunn- og framhaldsskólum var ákveðið að bjóða grunn- og framhaldsskólakennurum á námskeið í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt.  Creatrix tók að sér að leiða verkefnið í samvinnu við INNOENT education á Íslandi. 

event_logo1-846x609.png
Efling sjálfsmyndar barna og unglinga í leik- og grunnskólum Borgarbyggðar 

Megnimarkmið verkefnisins var að efla sjálfsmynd drengja og stúlkna í skólum Borgarbyggðar. Áhersla var lögð á að vinna sérstaklega með fimm, tíu og þrettán ára drengi og stúlkur. Mótuð voru námskeið sérsniðin annars vegar að drengjum og hins vegar að stúlkum sem haldin verða árlega. Tilgangur námskeiðanna er að vinna sérstaklega með sjálfsmynd drengja með námsefni sem hæfir drengjum. Einnig að  vinna sérstaklega með sjálfsmynd stúlkna með námsefni sem hæfir stúlkum. Creatrix tók að sér alla verkefnastjórn og að leiða þróunarhóp kennara í verkefninu og vinnustofur með stjórnendum og starfsfólki. 

event_logo1-846x609.png
Nýsköpunar- og frumkvöðlamennt í Borgarbyggð 

Námskeiðið nýsköpunar- og frumkvöðlamennt var hluti af verkefninu Hugarflug sem unnið var skólaárið 2016-2017 í Borgarbyggð. Markmiðið verkefnisins var að innleiða nýsköpunar- og frumkvöðlamennt í leik- og grunnskóla sveitarfélagsins.

Kennt var í gegnum fyrirlestra sem voru aðgengilegir á MySchool. Fyrirlestrarnir innihéldu fræðslu um eflandi kennslufræði, nýsköpunar- og frumkvöðlamennt, námsmat og námsmatsgerð. Einnig var skipulögð smiðjuvinna þar sem þátttakendur fóru í gegnum ferli nýsköpunar- og frumkvöðlavinnu. Frá hugmynd til framkvæmdar. Smiðjurnar voru sex talsins og í síðustu tveimur smiðjunum var sérstaklega fjallað um námsskrárgerð og námsmat í tengslum við þróun nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefna í skólum. 

log.jpg
Nýsköpunar- og frumkvöðlamennt á Vesturlandi 

Eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Vesturlands 2015-2019 var „Stuðningur við nýsköpun í atvinnulífi og frumkvöðla á Vesturlandi“. Einn liður í þessu verkefni var að örva nýsköpun og sköpunargáfu hjá ungu fólki strax á grunnskóla- og framhaldsskólaaldri. Þetta er talið afar mikilvægt því samkvæmt rannsóknum er um helmingur þeirra starfa sem unga fólkið mun starfa við í framtíðinni óþekkt í dag. Til að vinna að því markmiði að örva sköpunarhæfni ungs fólks í grunn- og framhaldsskólum var ákveðið að bjóða grunn- og framhaldsskólakennurum á námskeið í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt.  Creatrix tók að sér að leiða verkefnið í samvinnu við INNOENT education á Íslandi. 

log.jpg
Efling menntunar í ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu á Vesturlandi 2016

Matvælaframleiðsla hefur um árabil verið ein af undirstöðu atvinnugreinum Vestlendinga. Ferðaþjónusta hins vegar hefur verið ört vaxandi og umfang hennar í atvinnulífi Vestlendinga orðið umtalsvert. Í Sóknaráætlun Vesturlands 2013 voru þessar atvinnugreinar skilgreindar sem lykil atvinnugreinar. Á íbúaþingi Vestlendinga í maí 2015 var sú afstaða ítrekuð af fundarmönnum og leggja bæri áherslu á að efla þessar atvinnugreinar eins og kostur væri.
Áhersluverkefnið efling menntunar í ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu á Vesturlandi hafði einmitt þann tilgang að efla greinarnar eins og kostur er í gegnum aukið framboð menntunar og þjónustu fræðsluaðila á Vesturlandi. Creatrix tók að sér verkefnastjórn fyrir hönd Háskólans á Bifröst. 

bottom of page