top of page
Til baka

Að vera í eigin sósu

Námskeið fyrir alla sem vilja finna sína sósu

Að vera í eigin sósu

Vinnustofan "Að vera í eigin sósu" inniheldur fræðslu og æfingar sem hvetja þátttakendur til að byggja á styrkleikum sínum, búa sér umhverfi sem nærir þá, taka ábyrgð á eigin líðan, orku og jákvæðni í lífi og starfi.  Fjallað er um áhrif streitu á samskipti á vinnustöðum og hvernig hægt er að vinna með streituminnkandi aðgerðir.

Lögð áhersla á virkni þátttakenda og upplifun. 
Þátttakendur fá tækifæri til að gera æfingar sem byggja á hugmyndum jákvæðrar sálfræði.

Lengd vinnustofu er 3 tímar en hægt að aðlaga með því að bæta við efnistökum eða draga úr.
Vinnustofuna er hægt að yfirfæra á netið.

Ef þú vilt eitthvað áhugavert og gefandi fyrir fólkið þitt þá hafðu samband við okkur og við skipuleggjum eitthvað sem hentar ykkur.
signy@creatrix.is

bottom of page