top of page
Til baka

Nýsköpunar- og frumkvöðlamennt

Námskeið fyrir kennara

Nýsköpunar- og frumkvöðlamennt

Námskeiðið er tilvalið fyrir skóla sem vilja efla kennara sína í nýsköpun- og frumkvöðlamennt. Kennt er í samstarfi við INNOENT education á Íslandi.

Námskeiðið nýsköpunar- og frumkvöðlamennt er kennt er í gegnum fyrirlestra sem eru aðgengilegir á netinu. Fyrirlestrarnir innihalda fræðslu um eflandi kennslufræði, nýsköpunar- og frumkvöðlamennt, námsmat og námsmatsgerð.
Einnig er skipulögð smiðjuvinna þar sem þátttakendur fara í gegnum ferli nýsköpunar- og frumkvöðlavinnu. Frá hugmynd til framkvæmdar. Smiðjurnar eru sex talsins og gert er ráð fyrir því að þátttakendur hlusti á fyrirlestra og vinni hugmyndir á milli smiðja.

Þeir sem ljúka námskeiðinu munu:
- Búa yfir hæfni til að skipuleggja nýsköpunar- og frumkvöðlasmiðjur fyrir nemendur og móta námsmat.
- Hafa fengið þjálfun í að beita skapandi hugsun í starfi.
- Geta tengt skapandi hugsun við efnisþætti sinna greina og leitt nýskapandi verkefni með nemendum.
- Þekkja grunnþætti í eflandi kennslufræði og skilja tengingu hennar við skapandi skólastarf.

Við setjum saman skipulag í samvinnu við fræðslustjóra og skólastjórendur og getum aðlagað að þörfum hverju sinni. Hægt er að bæta inn fræðslu um námskrárgerð í nýsköpun- og frumkvöðlamennt.

Verð námskeiðs fer eftir fjölda þátttakenda og áherslum sem óskað er eftir.
Endilega hafið samband og við finnum góða lausn.

signy@creatrix.is

bottom of page