top of page
  • Writer's pictureSigný Óskarsdóttir

SINTRA verkefnið

SINTRA – Achieving Sustainability through INTRApreneurship er 24 mánaða Erasmus+ verkefni (KA2: Strategic Partnerships for adult education) sem er ætlað að veita stuðning, sniðinn að þörfum fyrirtækja og stofnana til að bæta frumkvöðlafærni og nýsköpunarhæfni meðal bæði starfsmanna og atvinnurekenda. Markmiðið er að efla sjálfbærni fyrirtækja og stofnana í gegnum nýskapandi hugsun. Sjálfbærni í viðskiptum vísar almennt til þeirra áhrifa sem stefnur og starfshætti fyrirtækisins hafa á umhverfið og samfélagið. Hún er einnig tengd hagkvæmni og samkeppnishæfni fyrirtækisins sjálfs. Frumkvöðlahugarfar innan fyrirtækis (Intrapreneurship) á sér stað þar frumkvöðla hegðun innan fyrirtækis er virkjuð af starfsmönnum til að ná fram nýsköpun á vörum eða þjónustu.

SINTRA verkefnið miðar að því að þróa sérsniðnar og nýstárlegar þjálfunaraðferðir og verkfæri sem eiga að styðja fyrirtæki til að virkja frumkvöðlahugsun með það að markmið að auka sjálbærni. Hvort sem er í viðskiptalífi eða í opinbera geiranum.

Núna er fjórði vinnufundurinn með þátttökulöndunum búinn og allir eru á fullu í greiningarvinnu í sínum löndum. En þátttökulöndin eru auk Íslands, Búlgaría, Grikkland, Eistland, Portúgal og Króatía.





30 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page