top of page
Crumpled Fabric

 RÝMI - X

Verkefnið RÝMI - X stendur fyrir rými til sköpunar. 

Creatrix vill búa til vettvang þar sem einstaklingar geta tekið þátt í fjölbreyttri skapandi vinnu og samtali. Við viljum bjóða upp á hvetjandi samveru og viðburði sem styðja við skapandi hugsun og nýsköpun.

Með því að tengja saman einstaklinga, fyrirtæki, mennta- og menningarstofnanir reynum við að efla staðbundna þátttöku í fjölbreyttri skapandi vinnu sem vonandi leiðir til aukinnar samfélagslegrar nýsköpunar, fjölgar tækifærum í skapandi greinum, eflir staðbundna menningu og býr til nýja reynslu og þekkingu.

STAÐSETNING RÝMI - X

RÝMI – X er ekki staðsett í einu húsnæði heldur stendur X fyrir breytilega möguleika eftir þörfum hverju sinni. 

RÝMI – X er stundum í samstarfi við KVIKUNA í Menntaskóla Borgarfjarðar í tengslum við verklega vinnu, námskeið og skapandi samveru. RÝMI - X getur líka verið staðsett í menningarstofnun, vinnustað, félagsheimili eða úti í náttúrunni. 

Abstract Liquid
bottom of page